1. Höfundarréttur
-. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Elsa María - Photography (hér eftir jafnframt vísað til sem „ljósmyndara“).
- Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
-. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.
2. Staðsetning myndatöku
-Gert er ráð fyrir að myndatökur fari almennt fram utandyra nema þegar um nýbura og mánaðarmyndatökur er að ræða.
- Mögulegt er að koma með börn í myndatöku í aðstöðu ljósmyndara sé þess óskað frekar.
3. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum
- Óheimilt er að fjarlægja logo ljósmyndara af ljósmyndunum.
- Óheimilt er að taka myndir af heimasíðu eða öðrum ljósmyndasíðum ljósmyndara til notkunar. Viðskiptavinir skulu eingöngu notast við þær myndir sem þeir fá afhentar frá ljósmyndara til birtingar.
- Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án fyrirfram samþykkis ljósmyndara.
-Allar myndir sem settar eru á internetið skulu vera í réttri upplausn fyrir vef, í réttum hlutföllum og merktar ljósmyndara með logo.
- Ekki má skera myndir eða klippa þær til, hvorki á netinu né annarsstaðar. Ef nota á myndirnar á Facebook verður að hlaða þeim upp í fullri stærð, t.d. ef hlaða á inn profile mynd eða cover mynd.
-Óheimilt er að breyta myndum á nokkurn hátt eða setja þau í gegnum snjallforrit með „effectum“ líkt og Instagram
4. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum
-Ljósmyndari birtir almennt ljósmyndir úr öllum myndatökum opinberlega á ljósmyndasíðum sínum, nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir því við ljósmyndara að birting ljósmynda fari ekki fram. Viðskiptavini er heimilt að óska eftir því að samráð verði haft við hann um val á myndum til birtingar.
-Ljósmyndari varðveitir myndirnar í a.m.k. 2 ár til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir það er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
5. Greiðsla og afhending
-Um greiðslu fyrir myndatöku vísast til verðskrár ljósmyndara sem finna má á heimasíðu; https://www.elsamaria-photography.com/heimasvaedi
-Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram strax að myndatöku lokinni.
-Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.